Andleg og líkamleg vellíðan

 

Vertu hjartanlega velkomin/n í Hugarsetrið þar sem við hlúum að andlegri og líkamlegri vellíðan.

Hugarsetrið er heilsuhof fyrir alla sem vilja mæta sjálfum sér í kærleika og tileinka sér jákvætt og uppbyggilegt hugarfar.

Hugarsetrið býður upp á námskeið og ráðgjöf sem byggja á vestrænum vísindum og austrænni visku.

Einnig bjóðum við upp á endurnærandi jógatíma, djúpslökun, einkatíma og hljóðheilum sem hjálpa þér að komast í andlegt og líkamlegt jafnvægi.

Okkar einlægi ásetningur er að einstaklingar finni að allt sem við þurfum er innra með okkur, við þurfum ekki að leita út fyrir okkur að hamingjunni.

Það er mikið um álag, áreiti, hraða og streitu í nútíma þjóðfélagi og það er mun auðveldara að villast af leið þar sem kröfurnar eru orðnar miklar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við augnablik og leyfa okkur að fara inn í kyrrðina þar sem við hættum að gera og leyfum okkur að finna og vera.

Smáforrit - Hugarsetrið  (í vinnslu)

Má bjóða þér inn í kyrrðina og endurnæra líkama, huga og sál? I am jóga nidra djúpslökun og hugleiðslu- og öndunaræfingar á íslensku. 

Einfalt smáforrit sem hægt er að nota hvar og hvenær sem er til þess að fara í jóga nidra djúpslökun eða taka hugleiðslu - og öndunaræfingar og endurheimta jafnvægi og vellíðan. 

Forritið inniheldur marga mismunandi I am jóga nidra djúpslökunartíma og hugleiðslu- og öndunaræfingar á íslensku með ólíkum áherslum. Þessar æfingar hafa það að markmiði að auka jafnvægi og vellíðan. Það er ekki nóg að hlúa einungis að líkamanum og hreyfa sig, við þurfum líka að veita huganum hvíld. Við eigum það til að gleyma okkur, erum stöðugt með athyglina út á við og við hættum að gefa innri líðan gaum.  

Okkar einlægi ásetningur er að einstaklingar finni að allt sem við þurfum er innra með okkur, við þurfum ekki að leita út fyrir okkur að hamingjunni. 

Það er mikið um álag, áreiti, hraða og streitu í nútíma þjóðfélagi og það er mun auðveldara að villast af leið þar sem kröfurnar eru orðnar miklar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við augnablik og leyfa okkur að fara inn í kyrrðina þar sem við hættum að gera og leyfum okkur að finna og vera. Það þarf enga reynslu til þess stunda þessar æfingar. 

Námskeiðin okkar

Lykillinn að jafnvægi og vellíðan: Jóga gegn streitu, kvíða og þunglyndi.

Á námskeiðinum verða kenndar aðferðir til þess að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi, bæta svefn, styrkja taugakerfið, auka jafnvægi, vellíðan og hugarró. Í hverjum tíma verður fræðsla, jógakennsla, hugleiðslu- og öndunaræfingar og jóga nidra djúpslökun í lok hvers tíma. Notast verður við klíníska spurningarlista til að meta árangur á námskeiðinu.


Lykillinn að hugarró og slökun: Yin Jóga og Jóga Nidra. Þar blöndum við saman mjúkum jógaæfingum úr Yin Jóga og förum í Jóga Nidra djúpslökun í lok hvers tíma. Með því að blanda saman yin jóga og jóga nidra erum við að endurheimta jafnvægi og vellíðan og upplifa hugarró og slökun. Hver tími er 70 mín.