Námskeið

 

Lykillinn að jafnvægi og vellíðan: Jóga gegn streitu, kvíða og þunglyndi.

Á námskeiðinum verða kenndar aðferðir til þess að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi, bæta svefn, styrkja taugakerfið, auka jafnvægi, vellíðan og hugarró. Í hverjum tíma verður fræðsla, jógakennsla, hugleiðslu- og öndunaræfingar og jóga nidra djúpslökun í lok hvers tíma. Notast verður við klíníska spurningarlista til að meta árangur á námskeiðinu.


Lykillinn að hugarró og slökun: Yin Jóga og Jóga Nidra. Þar blöndum við saman mjúkum jógaæfingum úr Yin Jóga og förum í Jóga Nidra djúpslökun í lok hvers tíma. Með því að blanda saman yin jóga og jóga nidra erum við að endurheimta jafnvægi og vellíðan og upplifa hugarró og slökun. Hver tími er 70 mín.