top of page
-
NOTENDASKILMÁLAR - inngangurNotandi: Sá sem skráir sig hjá Hugarsetrinu Almennar upplýsingar um Hugarsetrið: HS ehf. 490810-0640 Úlfarsbraut 90, 113 Reykjavík Eigandi og rekstraraðili vefsins: hugarsetrid.is (Hér eftir talað um sem Hugarsetrið) Vefsíða: hugarsetrid.is
-
1. AlmenntHugarsetrið býður upp á einkatíma, námskeið og ráðgjöf.
-
2. Skráning notenda og notkun þjónustuNotandi Hugarsetursins verður að vera orðin 18 ára, og hafa að öðru leyti lagalegan rétt til þess að undirgangast samning. Þegar notandi stofnar reikning og skráir sig hjá Hugarsetrinu er hann er gera bindandi samning, samþykkja notendaskilmála og vinnslu persónuupplýsinga um hann í samræmi við persónuverndarstefnu Hugarsetursins. Skilmálar eru aðgengilegir inni á vef Hugarsetursins. Þetta á við þegar notandi kaupir og/eða notar gjafabréf eða þjónustu (einkatíma, námskeið, ráðgjöf) sem er keypt á heimasíðu Hugarsetursins. Ef forsvarsmenn Hugarsetursins telja að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Hugarsetrinu eða skilmálum síðunnar, þá áskilur Hugarsetrið sér rétt til þess að segja upp áskrift notanda og meina honum aðgang að þjónustu fyrirtækisins framvegis. Ef notandi samþykkir ekki skilmálana er honum óheimilt að nota þjónustu og fá aðgang að Hugarsetrinu.
-
3. Verð og greiðslurHugarsetrið starfar með ótengdum, öruggum greiðsluþjónustum þar sem allar greiðslur notenda eru framkvæmdar áður en þær eru gerðar upp við Hugarsetrið. Námskeið á vegum Hugarsetursins eru greidd fyrirfram á heimasíðu Hugarsetursins. Öll verð á heimasíðu eru gefin upp með virðisaukaskatti ef það á við. Hægt er að framkvæma greiðslur með kredit/debetkorti. Komi til vanskila eða greiðsludráttar áskilur Hugarsetrið sér rétt til þess að loka á aðgang notanda að þjónustunni tímabundið eða varanlega.
-
4. UppsögnNotandi hefur, í samræmi við lög um neytendasamninga nr. 16/2016, 14 daga rétt til þess að falla frá samningi um áskrift. Hafi notandi ekki hafið að nýta sér þjónustu Hugarsetursins á fyrstu 14 dögunum, getur hann óskað eftir því að falla frá samningnum, og fengið endurgreitt. Ósk um að falla frá samningi skal berast Hugarsetrinu innan 14 daga frá skráningu í áskrift. Hafi hinsvegar notandi hafið að nýta sér þjónustu Hugarsetursins miðað við sína áskriftarleið, álítur Hugarsetrið að notandi hafi fyrirgert rétti sínum til þess að falla frá samningi með ótvíræðu samþykki sínu, í samræmi við lög um neytendasamninga.
-
5. Réttindi og skyldur HugarsetursinsÖll samskipti á milli Hugarsetursins og notenda skulu vera í samræmi við persónuverndarstefnu Hugarsetursins. Notandi gefur Hugarsetrinu leyfi til að senda fréttabréf, tilboð, uppfærslur, vörur og viðburði sem tengjast þjónustunni á tölvupóstfang notanda. Hugarsetrið tryggir ekki árangur af hugleiðslu- og öndunaræfingum, jóga nidra djúpslökun, einkatímum, ráðgjöf eða námskeiðum. Notendur eru hvattir til þess að hlusta á líkamann, hætta æfingu ef hún veldur óþægindum eða hentar ekki. Ef notandi hefur heilsufarsvandamál eða önnur meiðsl er hann hvattur til þess að leita ráða hjá lækni áður en hann byrjar að nota þjónustuna frá Hugarsetrinu.
-
6. Breytingar á skilmálumHugarsetrið áskilur sér einhliða rétt á því að breyta skilmálum. Verði verulegar breytingar á skilmálum, sem eru notanda í óhag, er notanda greint frá breytingunum með 30 daga fyrirvara. Ef notandi óskar þess að hætta í áskrift vegna breytinga á skilmálum hefur hann því tækifæri til þess á þeim 30 dögum, áður en nýjir skilmálar taka gildi. Haldi notandi áfram notkun þjónustu Hugarsetursins að 30 dögum liðnum felur það í sér samþykki á breytingu skilmálanna.
-
7. Réttindi og skyldur notendaNotanda er heimilt að nota hugleiðslu- og öndunaræfingar og jóga nidra djúpslökun og nota efni þjónustunnar til einkanota. Notendur mega ekki spila upptökur fyrir áheyrendur opinberlega. Allt efni Hugarsetursins, og þau hugverkaréttindi sem í henni felast, er eign Hugarsetursins. Notandi má ekki afrita efni þjónustunnar, jafnvel ekki til eigin nota. Notandi viðurkennir og samþykkir að aðgengi og notkun á þjónustunni skuli vera í samræmi við skilmálana. Notandi er ábyrgur fyrir því að tryggja að allar upplýsingar séu réttar við skráningu og verður hann að gefa upp virkan tölvupóst sem hann hefur aðgang að. Notandi hefur engan rétt til þess að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt skilmálum. Notandi birtir ekki, noti eða deili hugverkum í eigu þriðja aðila eða birti, noti eða deili efni eða athugasemdum sem eru ólögleg eða særandi, t.d ærumeiðandi efni, efni sem sýnir eða gefur í skyn kynferðislega misnotkun eða hatursáróður á netinu. Notandi notar að öllu leyti þjónustu Hugarsetursins á viðeigandi hátt og í löglegum tilgangi eingöngu. Notandi skal ekki nota þjónustuna á neinn hátt sem veldur eða er líklegur til að þess að valda því að þjónustan verði fyrir truflunum, tjóni eða skerðist að nokkru leyti. Ef þjónustan er ófullnægjandi, virkar ekki eða er gölluð er notandi hvattur til þess að hafa samband við Hugarsetrið. Notandi er á eigin ábyrgð þegar hann notar þjónustu eins og einkatíma, námskeið eða ráðgjöf og ber HS ekki ábyrgð á slysum, meiðslum eða öðrum sjúkdómum.
-
8. KvartanirHafi notandi kvartanir yfir þjónustunni eða öðru, er honum velkomið að hafa samband og við leysum málið eins vel og auðið er. Ef notandi hefur enn ástæðu til þess að kvarta eftir úrlausn mála er Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa stjórnvald sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda vegna kaupa á vörum og þjónustu. Hægt er að senda inn kvörtun til nefndarinnar með rafrænum hætti á heimasíðu hennar: https://kvth.is/
bottom of page