Sæktu appið okkar með tenglinum

Smáforrit - Hugarsetrið  (í vinnslu)

Má bjóða þér inn í kyrrðina og endurnæra líkama, huga og sál? I am jóga nidra djúpslökun og hugleiðslu- og öndunaræfingar á íslensku. 

Einfalt smáforrit sem hægt er að nota hvar og hvenær sem er til þess að fara í jóga nidra djúpslökun eða taka hugleiðslu - og öndunaræfingar og endurheimta jafnvægi og vellíðan. 

Forritið inniheldur marga mismunandi I am jóga nidra djúpslökunartíma og hugleiðslu- og öndunaræfingar á íslensku með ólíkum áherslum. Þessar æfingar hafa það að markmiði að auka jafnvægi og vellíðan. Það er ekki nóg að hlúa einungis að líkamanum og hreyfa sig, við þurfum líka að veita huganum hvíld. Við eigum það til að gleyma okkur, erum stöðugt með athyglina út á við og við hættum að gefa innri líðan gaum.  

Okkar einlægi ásetningur er að einstaklingar finni að allt sem við þurfum er innra með okkur, við þurfum ekki að leita út fyrir okkur að hamingjunni. 

Það er mikið um álag, áreiti, hraða og streitu í nútíma þjóðfélagi og það er mun auðveldara að villast af leið þar sem kröfurnar eru orðnar miklar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við augnablik og leyfa okkur að fara inn í kyrrðina þar sem við hættum að gera og leyfum okkur að finna og vera. Það þarf enga reynslu til þess stunda þessar æfingar.