top of page

Hugarsetrið

Hugarsetrið var stofnað árið 2012 af Edith Gunnarsdóttur með það markmið að skapa heilsuhof fyrir alla sem vilja mæta sjálfum sér í kærleika og tileinka sér jákvætt og uppbyggilegt hugarfar.

Við trúum því að heilbrigði og vellíðan byggist á jafnvægi milli hugar og líkama. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið sem sameina kraft vestrænna vísinda og djúpa visku austurlenskra hefða.

Á tímum þar sem hraði, streita og áreiti eru hluti af daglegu lífi, er auðvelt að missa sjónar á eigin velferð. Hugarsetrið er staðurinn þar sem þú getur staldrað við, sleppt taki á áhyggjum og leyft þér einfaldlega að vera.

Við bjóðum þér hjartanlega velkomin til okkar til að hefja þína eigin ferð í átt að innri ró og sjálfsstyrk. Hugarsetrið er þinn staður til að hlaða batteríin og endurheimta jafnvægið í lífinu.

Edith Ó. Gunnarsdóttir

Edith Gunnarsdóttir stofnaði Hugarsetrið árið 2012. Hún er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu og B.Sc. í sálfræði og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er búin að taka meira en 800 klukkustunda jógakennaranám og með kennsluréttindi í jóga, yin jóga, jóga nidra djúpslökun og gong hljóðheilun.

Edith hóf sitt innra ferðalag þegar hún lenti í andlegum og líkamlegum veikindum eftir áralanga streitu og álag. Bataferlið var langt og oft erfitt en vel þess virði. Ásamt útivist fór hún að leita inn á við með ástundun hugleiðslu, jóga, djúpslökunar og ýmissa annarra meðferðarúrræða til að byggja líf sitt upp að nýju.

_DSC2016a_edited_edited.jpg
MEDITATION-facebook-820x450 copy_edited.jpg

Rannsókn um jóga og jóga nidra

Meistaraverkefni hennar Edithar í heilbrigðisvísindum var rannsókn um áhrif jóga og jóga nidra á þunglyndi, kvíða og streitu: “Í fyrsta skipti fékk ég mikla von”. Hægt að lesa nánar hér

 

Síðastliðin ár hefur hennar ástríða tengst því að hjálpa öðrum að sjá ljósið og leiðina í átt að jafnvægi, vellíðan og innri frið. “ Ekki setja lykilinn að hamingjunni í vasann hjá öðrum, því lykillinn að hamingjunni býr innra með þér”.

Hugarsetrið

Síðumúli 8, 2 hæð, 108 Reykjavík

Kennitala: 490810-0640

Netfang: hugarsetrid@gmail.com

Sími: 615-4700

Notendaskilmálar

  • Instagram
  • Facebook

©2022 Hugarsetrið

Fylgstu með og skráðu þig á póstlista!
bottom of page