top of page

Hugarsetrið

Hugarsetrið var stofnað árið 2012 af Edith Gunnarsdóttur. Hugarsetrið er heilsuhof fyrir alla sem vilja mæta sjálfum sér í kærleika og tileinka sér jákvætt og uppbyggilegt hugarfar. Hugarsetrið býður upp á námskeið sem byggja á vestrænum vísindum og austrænni visku. Álag, áreiti, hraði og streita er mikil í nútíma þjóðfélagi og það er auðvelt að villast af leið þar sem kröfurnar eru miklar. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra við, hætta að gera og leyfa sér að vera. 

Edith Ó. Gunnarsdóttir

Edith Gunnarsdóttir stofnaði Hugarsetrið árið 2012. Hún er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu og B.Sc. í sálfræði og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er búin að taka meira en 800 klukkustunda jógakennaranám og með kennsluréttindi í jóga, yin jóga, jóga nidra djúpslökun og gong hljóðheilun.

Edith hóf sitt innra ferðalag þegar hún lenti í andlegum og líkamlegum veikindum eftir áralanga streitu og álag. Bataferlið var langt og oft erfitt en vel þess virði. Ásamt útivist fór hún að leita inn á við með ástundun hugleiðslu, jóga, djúpslökunar og ýmissa annarra meðferðarúrræða til að byggja líf sitt upp að nýju.

_DSC2016a_edited_edited.jpg
MEDITATION-facebook-820x450 copy_edited.jpg

Rannsókn um jóga og jóga nidra

Meistaraverkefni hennar Edithar í heilbrigðisvísindum var rannsókn um áhrif jóga og jóga nidra á þunglyndi, kvíða og streitu: “Í fyrsta skipti fékk ég mikla von”. Hægt að lesa nánar hér

 

Síðastliðin ár hefur hennar ástríða tengst því að hjálpa öðrum að sjá ljósið og leiðina í átt að jafnvægi, vellíðan og innri frið. “ Ekki setja lykilinn að hamingjunni í vasann hjá öðrum, því lykillinn að hamingjunni býr innra með þér”.

bottom of page